Nýta sér forkaupsrétt í Mogganum 13. október 2005 19:08 Hluthafar í Morgunblaðinu hafa skrifað sig fyrir þeim hlut sem var til sölu í blaðinu og er því útlit fyrir að ekkert verði af sölu hans til hóps tengdum Íslandsbanka. Það er hlutur Haraldar Sveinssonar sem er til sölu, en hann á 10 prósent í blaðinu. Hópur tengdur Íslandsbanka, þeir Einar og Benedikt Sveinssynir, bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör og feðgarnir Hjalti Geir og Erlendur Hjaltason höfðu sýnt áhuga á þeim hlut. Sjö hluthafar í Morgunblaðinu, sem áttu forkaupsrétt, hafa skrifað sig fyrir þessum hlut. Þeir eiga hins vegar eftir að greiða fyrir hlutinn til að ganga endanlega frá málinu og rennur tíminn til þess út í næstu viku. Viðbúið er að verðmæti hlutarins hlaupi á hundruðum milljóna króna. Þrír hluthafar seldu í gær Árvakri, útgáfufélagi blaðsins, sinn hlut, en það voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem átti 1,07 prósent, og Guðrún og Anna Bjarnadætur sem áttu 0,53 prósent hvor. Þessi hlutur verður væntanlega boðinn öðrum hlutum til kaups síðar. Nú er því komin upp sú staða í eignarhaldi blaðsins að Útgáfufélagið Valtýr og fjölskyldur Kristins Björnssonar og Hallgríms Geirssonar eiga nú yfir 70 prósent í Morgunblaðinu. Það sem blasir við er að vinna að því að fá nýja hluthafa að blaðinu og sagði Hallgrímur Geirsson við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að þetta ferli hefði berlega leitt í ljós að margir hefðu áhuga á að fjárfesta í Morgunblaðinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Hluthafar í Morgunblaðinu hafa skrifað sig fyrir þeim hlut sem var til sölu í blaðinu og er því útlit fyrir að ekkert verði af sölu hans til hóps tengdum Íslandsbanka. Það er hlutur Haraldar Sveinssonar sem er til sölu, en hann á 10 prósent í blaðinu. Hópur tengdur Íslandsbanka, þeir Einar og Benedikt Sveinssynir, bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör og feðgarnir Hjalti Geir og Erlendur Hjaltason höfðu sýnt áhuga á þeim hlut. Sjö hluthafar í Morgunblaðinu, sem áttu forkaupsrétt, hafa skrifað sig fyrir þessum hlut. Þeir eiga hins vegar eftir að greiða fyrir hlutinn til að ganga endanlega frá málinu og rennur tíminn til þess út í næstu viku. Viðbúið er að verðmæti hlutarins hlaupi á hundruðum milljóna króna. Þrír hluthafar seldu í gær Árvakri, útgáfufélagi blaðsins, sinn hlut, en það voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem átti 1,07 prósent, og Guðrún og Anna Bjarnadætur sem áttu 0,53 prósent hvor. Þessi hlutur verður væntanlega boðinn öðrum hlutum til kaups síðar. Nú er því komin upp sú staða í eignarhaldi blaðsins að Útgáfufélagið Valtýr og fjölskyldur Kristins Björnssonar og Hallgríms Geirssonar eiga nú yfir 70 prósent í Morgunblaðinu. Það sem blasir við er að vinna að því að fá nýja hluthafa að blaðinu og sagði Hallgrímur Geirsson við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að þetta ferli hefði berlega leitt í ljós að margir hefðu áhuga á að fjárfesta í Morgunblaðinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira