FL Group íhugar olíuinnflutning 29. apríl 2005 00:01 Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira