Clint-kvöldsins og kúrekastemmning 28. apríl 2005 00:01 Íshestar ehf. í Hafnarfirði byrjuðu að bjóða upp á svokallaðar Clint Eastwood ferðir fyrir ári sína sem hafa slegið rækilega í gegn. Þetta eru kúrekaferðir þar sem hópar fara í klukkutíma útreiðartúr eða göngutúr og skemmta sér síðan langt fram eftir kvöldi. "Þessi hugmynd kviknaði á "brainstorming" fundi hjá starfsfólkinu. Það er skemmst frá því að segja að þessar kúrekaferðir hafa gert allt vitlaust. Þetta er greinilega það sem saumaklúbbar, vinahópar og starfsmannahópar höfðu verið að bíða eftir," segir Einar G. Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. Hóparnir í Clint-ferðunum byrja ferðina á útreiðartúr eða göngutúr í fallegu umhverfi Íshesta. Því næst tekur við línudanskennsla í hlöðunni og eftir að dansinn hefur dunað í þó nokkra stund er hópnum skipt í tvö lið og keppa þau í skeifukasti. Þá er Clint-kvöldsins, eða besti knapinn, verðlaunaður og best klædda parið og fá allir vinningshafar vegleg verðlaun. Eftir hasarinn er sest við matarborðin og hópurinn gæðir sér á ljúffengum réttum, eins og grilluðum svínarifum, maríneruðum kjúklingaleggjum og bökuðum kartöflum -- ekta kúrekamat. "Síðan við byrjuðum hafa á fjórða þúsund manns farið á bak bara í þessum ferðum. Það er ekki mikið um kúrekaferðir yfir hásumarið þar sem fólk er í sumarfríi en í fyrra vorum við með hópa fram í desember í snjó og kulda," segir Einar en ferðirnar hafa vakið þvílíka lukku að þeim hefur lítið mátt breyta. "Við höfum aðallega styrkt innviðið. Núna leggjum við aukna áherslu á dans eftir matinn og ef um hópa er að ræða fáum við kúrekabandið frá Hvammstanga til að spila en sonur sjálfs kúreka norðursins, Hallbjörns Hreiðarssonar, er meðlimur í bandinu." Kúrekabandið mun gleðja kúrekahópana strax þar næstu helgi. "Við ætlum að gera betur en venjulega og opna húsið almenningi seinna um kvöldið," segir Einar en mikilvægt er að mæta í alvöru kúrekafatnaði. "Við erum með kúrekahatta til sölu á vægu verði sem hópar hafa pantað hjá okkur. Það er rosalega gaman að sjá hvað fólk mætir í flottum fötum -- leðurbuxum, köflóttum skyrtum og með flotta kúrekahatta. Síðan er allt skreytt hjá okkur í kúrekastíl sem eykur stemmninguna. Við erum með gamlar kúrekamyndir og myndir af Clint Eastwood á veggjunum þannig að það er voðalega huggulegt hjá okkur." Verð í ferðirnar er 4.900 krónur á mann fyrir allan pakkann og innifalið er einn bjór eða gos. Hjálmar, stígvél, vettlingar og allur hlífðarfatnaður er á staðnum og þarf enginn að vera hræddur við að fara á bak því Íshestar eru bæði með hesta fyrir vana og óvana hestamenn. Ferðalög Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Íshestar ehf. í Hafnarfirði byrjuðu að bjóða upp á svokallaðar Clint Eastwood ferðir fyrir ári sína sem hafa slegið rækilega í gegn. Þetta eru kúrekaferðir þar sem hópar fara í klukkutíma útreiðartúr eða göngutúr og skemmta sér síðan langt fram eftir kvöldi. "Þessi hugmynd kviknaði á "brainstorming" fundi hjá starfsfólkinu. Það er skemmst frá því að segja að þessar kúrekaferðir hafa gert allt vitlaust. Þetta er greinilega það sem saumaklúbbar, vinahópar og starfsmannahópar höfðu verið að bíða eftir," segir Einar G. Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. Hóparnir í Clint-ferðunum byrja ferðina á útreiðartúr eða göngutúr í fallegu umhverfi Íshesta. Því næst tekur við línudanskennsla í hlöðunni og eftir að dansinn hefur dunað í þó nokkra stund er hópnum skipt í tvö lið og keppa þau í skeifukasti. Þá er Clint-kvöldsins, eða besti knapinn, verðlaunaður og best klædda parið og fá allir vinningshafar vegleg verðlaun. Eftir hasarinn er sest við matarborðin og hópurinn gæðir sér á ljúffengum réttum, eins og grilluðum svínarifum, maríneruðum kjúklingaleggjum og bökuðum kartöflum -- ekta kúrekamat. "Síðan við byrjuðum hafa á fjórða þúsund manns farið á bak bara í þessum ferðum. Það er ekki mikið um kúrekaferðir yfir hásumarið þar sem fólk er í sumarfríi en í fyrra vorum við með hópa fram í desember í snjó og kulda," segir Einar en ferðirnar hafa vakið þvílíka lukku að þeim hefur lítið mátt breyta. "Við höfum aðallega styrkt innviðið. Núna leggjum við aukna áherslu á dans eftir matinn og ef um hópa er að ræða fáum við kúrekabandið frá Hvammstanga til að spila en sonur sjálfs kúreka norðursins, Hallbjörns Hreiðarssonar, er meðlimur í bandinu." Kúrekabandið mun gleðja kúrekahópana strax þar næstu helgi. "Við ætlum að gera betur en venjulega og opna húsið almenningi seinna um kvöldið," segir Einar en mikilvægt er að mæta í alvöru kúrekafatnaði. "Við erum með kúrekahatta til sölu á vægu verði sem hópar hafa pantað hjá okkur. Það er rosalega gaman að sjá hvað fólk mætir í flottum fötum -- leðurbuxum, köflóttum skyrtum og með flotta kúrekahatta. Síðan er allt skreytt hjá okkur í kúrekastíl sem eykur stemmninguna. Við erum með gamlar kúrekamyndir og myndir af Clint Eastwood á veggjunum þannig að það er voðalega huggulegt hjá okkur." Verð í ferðirnar er 4.900 krónur á mann fyrir allan pakkann og innifalið er einn bjór eða gos. Hjálmar, stígvél, vettlingar og allur hlífðarfatnaður er á staðnum og þarf enginn að vera hræddur við að fara á bak því Íshestar eru bæði með hesta fyrir vana og óvana hestamenn.
Ferðalög Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira