Varað við erlendri skuldasöfnun 27. apríl 2005 00:01 "Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til. Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til.
Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira