Rógburður ástæða siðareglna 25. apríl 2005 00:01 Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. Siðareglur Framsóknarflokksins voru kynntar og samþykktar á þingflokksfundi í dag en verið er að safna saman upplýsingum um tengsl flokksmanna við viðskiptalífið sem verða kynntar ásamt reglunum á morgun. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók hins vegar forskot á sæluna og kynnti reglurnar á heimasíðu sinni ásamt upplýsingum um fjárhagsleg tengsl sín. Þar kemur fram að þingmenn þurfa framvegis að gefa upp hlutabréfaeign sína í skráðum og óskráðum félögum, stofnsjóðsinneignir og upplýsingar um fasteignir sínar og maka sem ekki eru notaðar til eigin búsetu. Þá þurfa þeir að gera grein fyrir sjálfstæðri atvinnustarfsemi eða atvinnurekstri sem þeir eiga aðild að og aukastörfum utan þings, hvort sem er á vegum opinberra aðila eða einkaaðila. Þá á að skýra frá öllum boðsferðum sem ekki eru greiddar af opinberum aðilum eða flokknum og gjöfum, hlunninndum eða styrkjum sem nema hærri upphæð en tuttugu þúsundum. Þá verða þessar upplýsingar uppfærðar og gerðar opinberar í síðasta lagi 1. apríl ár hvert. Framsóknarflokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna innri mála flokksins og tengsla flokksmanna við viðskiptalífið. Aðspuður hvort það sé þess vegna sem siðareglurnar séu settar segir Hjálmar Árnason þingflokksformaður að það hafi örugglega haft einhver áhrif vegna þess að það hafi verið borinn fram rógur og framsóknarmenn vilji leggja allar upplýsingar á borðið. Þannig hafi þeir alltaf viljað vinna og þannig eigi menn að vinna og m.a. þess vegna séu þessi skref stigin. En það er einnig verið að semja siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar. Formaður þingflokksins, Margrét Frímannsdóttir, vonast til að þær geti legið fyrir á næstu dögum. Hún segir að siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar komi í framhaldi af þingsályktunartillögu sem Samfylkingin hafi ítrekað lagt fram og feli í sér að settar verði siðareglur fyrir þingmenn. Ekki hafi verið áhugi hjá stjórnarflokkunum til þessa. Hjálmar Árnason segir ekki rétt að framsóknarmenn hafi lagst gegn málinu. Þvert á móti hafi þeir tekið undir það og sú umræða hafi farið fram hjá þingmönnum Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. Siðareglur Framsóknarflokksins voru kynntar og samþykktar á þingflokksfundi í dag en verið er að safna saman upplýsingum um tengsl flokksmanna við viðskiptalífið sem verða kynntar ásamt reglunum á morgun. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók hins vegar forskot á sæluna og kynnti reglurnar á heimasíðu sinni ásamt upplýsingum um fjárhagsleg tengsl sín. Þar kemur fram að þingmenn þurfa framvegis að gefa upp hlutabréfaeign sína í skráðum og óskráðum félögum, stofnsjóðsinneignir og upplýsingar um fasteignir sínar og maka sem ekki eru notaðar til eigin búsetu. Þá þurfa þeir að gera grein fyrir sjálfstæðri atvinnustarfsemi eða atvinnurekstri sem þeir eiga aðild að og aukastörfum utan þings, hvort sem er á vegum opinberra aðila eða einkaaðila. Þá á að skýra frá öllum boðsferðum sem ekki eru greiddar af opinberum aðilum eða flokknum og gjöfum, hlunninndum eða styrkjum sem nema hærri upphæð en tuttugu þúsundum. Þá verða þessar upplýsingar uppfærðar og gerðar opinberar í síðasta lagi 1. apríl ár hvert. Framsóknarflokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna innri mála flokksins og tengsla flokksmanna við viðskiptalífið. Aðspuður hvort það sé þess vegna sem siðareglurnar séu settar segir Hjálmar Árnason þingflokksformaður að það hafi örugglega haft einhver áhrif vegna þess að það hafi verið borinn fram rógur og framsóknarmenn vilji leggja allar upplýsingar á borðið. Þannig hafi þeir alltaf viljað vinna og þannig eigi menn að vinna og m.a. þess vegna séu þessi skref stigin. En það er einnig verið að semja siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar. Formaður þingflokksins, Margrét Frímannsdóttir, vonast til að þær geti legið fyrir á næstu dögum. Hún segir að siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar komi í framhaldi af þingsályktunartillögu sem Samfylkingin hafi ítrekað lagt fram og feli í sér að settar verði siðareglur fyrir þingmenn. Ekki hafi verið áhugi hjá stjórnarflokkunum til þessa. Hjálmar Árnason segir ekki rétt að framsóknarmenn hafi lagst gegn málinu. Þvert á móti hafi þeir tekið undir það og sú umræða hafi farið fram hjá þingmönnum Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira