Miami 1 - New Jersey 0 25. apríl 2005 00:01 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sjá meira
Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sjá meira