Miami 1 - New Jersey 0 25. apríl 2005 00:01 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig. NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig.
NBA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira