Landsliðsklíka í Laugardalnum 24. apríl 2005 00:01 Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - vignir@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun