Scott sigraði á Johnny Walker

Ástralinn Adam Scott sigraði á Johnny Walker mótinu í golfi sem lauk í Kína í morgun. Scott lék á 18 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Retief Goosen. Þetta er níundi titillinn sem Scott vinnur. Fídji-maðurinn Vijay Sing og Ástralinn Gavin Coles hafa forystu á Houston-mótinu. Fyrir lokahringinn eru þeir á 11 höggum undir pari en einu höggi á eftir þeim í þriðja sætinu er Bretinn Greg Owen. Spánverjinn Jose Maria Olazabal og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley eru tveimur höggum á eftir þeim Singh og Coles.