Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit? 23. apríl 2005 00:01 Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Íslenski handboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Sjá meira
Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6)
Íslenski handboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Sjá meira