Langskemmtilegast að elda fisk 22. apríl 2005 00:01 Stefán Arthur Cosser fór frægðarför til Drammen í Noregi um síðustu helgi þegar hann sigraði ásamt Ólafi Hauki Magnússyni í Norðurlandakeppni mat- og framreiðslunema. "Við vorum tveir kokkanemar sem fórum héðan en venjan er að þeir sem eru valdir nemar ársins fari fyrir Íslands hönd í keppnina. Svo fóru líka tveir framreiðslunemar og þeir lentu í öðru sæti. Þetta voru tveir dagar, föstudagur og laugardagur. Fyrst var keppni inni í eldhúsi og þá áttum við að elda fyrir níu manns og svo á laugardeginum var bóklegt próf og svo eldað fyrir tólf manns. Við vissum ekki fyrir fram hvaða hráefni við fengjum til að vinna úr og fengum svo 45 mínútur til að ákveða hvað við ætluðum að elda. Hráefnið fyrri daginn var lax og ýsa og bláskel í forrétt, í aðalrétt var nautalund innbökuð í smjördeigi og desertinn var cremé caramel. Við fengum ákveðin fyrirmæli, þurftum til dæmis að baka nautalundirnar og fylla laxinn með ýsunni. Á laugardeginum var þetta aðeins öðruvísi, þá var fersk hörpuskel í forrétt, önd í aðalrétt og svo var desertinn eitthvað úr súkkulaði og eldsteiktir ávextir. Þá unnu þjónanemarnir með okkur. Okkur gekk vel með þetta allt, einkum vakti laxaforrétturinn lukku og við fengum hæstu einkunnina fyrir hann. Mér fannst líka langskemmtilegast að elda fiskinn." Stefán segist alltaf hafa haft gaman af að elda. "Ég byrjaði að elda á Broadway og hef verið að elda hér og þar síðan. Ég er núna á Nordica og á eitt ár eftir á samningnum þar en er búinn að læra í þrjú ár." Stefáni finnst skemmtilegast að elda fisk þessa dagana og lítur á það sem ögrandi verkefni. Hann stefnir á að fara til frekara náms þegar hann er búinn með kokkinn hér. "Eftir 10-15 ár væri gaman að koma heim og opna verulega góðan fiskistað." Svo við getum byrjað að láta okkur hlakka til. Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stefán Arthur Cosser fór frægðarför til Drammen í Noregi um síðustu helgi þegar hann sigraði ásamt Ólafi Hauki Magnússyni í Norðurlandakeppni mat- og framreiðslunema. "Við vorum tveir kokkanemar sem fórum héðan en venjan er að þeir sem eru valdir nemar ársins fari fyrir Íslands hönd í keppnina. Svo fóru líka tveir framreiðslunemar og þeir lentu í öðru sæti. Þetta voru tveir dagar, föstudagur og laugardagur. Fyrst var keppni inni í eldhúsi og þá áttum við að elda fyrir níu manns og svo á laugardeginum var bóklegt próf og svo eldað fyrir tólf manns. Við vissum ekki fyrir fram hvaða hráefni við fengjum til að vinna úr og fengum svo 45 mínútur til að ákveða hvað við ætluðum að elda. Hráefnið fyrri daginn var lax og ýsa og bláskel í forrétt, í aðalrétt var nautalund innbökuð í smjördeigi og desertinn var cremé caramel. Við fengum ákveðin fyrirmæli, þurftum til dæmis að baka nautalundirnar og fylla laxinn með ýsunni. Á laugardeginum var þetta aðeins öðruvísi, þá var fersk hörpuskel í forrétt, önd í aðalrétt og svo var desertinn eitthvað úr súkkulaði og eldsteiktir ávextir. Þá unnu þjónanemarnir með okkur. Okkur gekk vel með þetta allt, einkum vakti laxaforrétturinn lukku og við fengum hæstu einkunnina fyrir hann. Mér fannst líka langskemmtilegast að elda fiskinn." Stefán segist alltaf hafa haft gaman af að elda. "Ég byrjaði að elda á Broadway og hef verið að elda hér og þar síðan. Ég er núna á Nordica og á eitt ár eftir á samningnum þar en er búinn að læra í þrjú ár." Stefáni finnst skemmtilegast að elda fisk þessa dagana og lítur á það sem ögrandi verkefni. Hann stefnir á að fara til frekara náms þegar hann er búinn með kokkinn hér. "Eftir 10-15 ár væri gaman að koma heim og opna verulega góðan fiskistað." Svo við getum byrjað að láta okkur hlakka til.
Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira