Heldur KA í gíslingu 20. apríl 2005 00:01 Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira