Horfði á sjónvarpið með grímuna 20. apríl 2005 00:01 Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira
Andri Stefan lék mjög vel fyrir Hauka í fyrsta leiknum gegn Val í undanúrslitum DHL-deildarinnar á þriðjudag. Hann skoraði sjö mörk og hélt sóknarleik Hauka á floti löngum stundum. Frammistaða Andra vekur ekki síst athygli fyrir þá staðreynd að hann er nefbrotinn og þarf að spila með andlitsgrímu sem gerir Andra ekki auðveldara fyrir. "Ég lenti í samstuði við félaga minn Vigni Svavarsson á æfingu og brotnaði. Það var alveg óvart en ég hljóp á olnbogann á honum. Ég fékk höggið beint á nefið þannig að það er ekki skakkt og ég þarf ekki í aðgerð," sagði Andri en hann hefur verið að æfa sig að sjá með grímunni síðan hann fékk hana. "Ég fékk hana á föstudaginn síðasta og spilaði leik með 2. flokki með hana. Ég sá ekkert til að byrja með og var bara kominn inn á línu svo ég þvældist ekki fyrir. Svo hef ég notað hana grimmt á æfingum og þetta venst fljótlega. Hreyfingarnar breytast mikið. Augun sjá venjulega um þetta en nú þarf að beita hálsinum meira til að sjá boltann. Það getur samt verið erfitt að sjá gólfsendingar og annað álíka. Ég var samt orðinn nokkuð vanur að vera með hana þegar Valsararnir komu í heimsókn." Andri hefur ekki bara verið að æfa með grímuna heldur hefur hún einnig verið notuð í daglega lífinu. "Ég gekk um með hana heima og prófaði líka að horfa á sjónvarpið með hana. Ókosturinn við þessa blessuðu grímu er samt hvað manni verður heitt undan henni og því svitnar maður svakalega mikið. Það er rigning undir grímunni þannig að það er erfitt að vera með hana lengi í einu," sagði Andri Stefan léttur á því og bætti við að hann hefði horft á Vanilla Sky og Silence of the Lambs með grímuna. Það væri stemning í því.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira