Reynum að sinna öllum 19. apríl 2005 00:01 "Eins og ástandið er núna finnst mér það líta betur út núna en í fyrra," segir Selma Árnadóttir, forstöðukona Vinnumiðlunar ungs fólks í Reykjavík, um atvinnuástandið í sumar. "Því miður eru það þó alltaf þau sem eru 17 ára sem standa út af borðinu því eftir að sjálfræðisaldurinn var færður upp í 18 er auglýst eftir fólki sem er 18 ára og eldra í sumarstörf á almennum vinnumarkaði. Auk þess geta þau ekki fengið vinnu í Vinnuskólanum því hann er fyrir börn á aldrinum 14 til 16 ára," segir Selma. Hún segir það þó vera á ábyrgð samfélagsins að taka á þessu máli og vonast til þess að fyrirtækin séu vakandi fyrir þessu vandamáli og ráði til sín yngra fólk í sumarvinnu. "Við erum með ungt fólk á skrá frá 17 ára aldri og útdeilum því í sumarstörf til borgarstofnana eins og ÍTR, Gatnamálastofu og bókasafnanna svo dæmi séu tekin. Hins vegar eru sum störfin þess eðlis að sóst er eftir reynslu og ef um nægilegt vinnuafl er að ræða eru það frekar þeir eldri sem fá störfin," segir Selma. Hún vill þó meina að þessar stofnanir fríi sig ekki ábyrgð og séu meðvitaðar um nauðsyn þess að hleypa þeim yngri að. Skráning hjá Vinnumiðlun ungs fólks lýkur 30. apríl næstkomandi og um miðjan maí hefur flestum störfum verið ráðstafað. "Það er opið hjá okkur allt árið um kring og í raun hægt að skrá sig hvenær sem er, en eftir þennan tíma eru líkurnar á að fá starf ekki miklar," segir Selma. "Því miður fá aldrei allir vinnu en við gerum auðvitað okkar besta til að útvega sem flestum starf," segir Selma. Atvinna Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Eins og ástandið er núna finnst mér það líta betur út núna en í fyrra," segir Selma Árnadóttir, forstöðukona Vinnumiðlunar ungs fólks í Reykjavík, um atvinnuástandið í sumar. "Því miður eru það þó alltaf þau sem eru 17 ára sem standa út af borðinu því eftir að sjálfræðisaldurinn var færður upp í 18 er auglýst eftir fólki sem er 18 ára og eldra í sumarstörf á almennum vinnumarkaði. Auk þess geta þau ekki fengið vinnu í Vinnuskólanum því hann er fyrir börn á aldrinum 14 til 16 ára," segir Selma. Hún segir það þó vera á ábyrgð samfélagsins að taka á þessu máli og vonast til þess að fyrirtækin séu vakandi fyrir þessu vandamáli og ráði til sín yngra fólk í sumarvinnu. "Við erum með ungt fólk á skrá frá 17 ára aldri og útdeilum því í sumarstörf til borgarstofnana eins og ÍTR, Gatnamálastofu og bókasafnanna svo dæmi séu tekin. Hins vegar eru sum störfin þess eðlis að sóst er eftir reynslu og ef um nægilegt vinnuafl er að ræða eru það frekar þeir eldri sem fá störfin," segir Selma. Hún vill þó meina að þessar stofnanir fríi sig ekki ábyrgð og séu meðvitaðar um nauðsyn þess að hleypa þeim yngri að. Skráning hjá Vinnumiðlun ungs fólks lýkur 30. apríl næstkomandi og um miðjan maí hefur flestum störfum verið ráðstafað. "Það er opið hjá okkur allt árið um kring og í raun hægt að skrá sig hvenær sem er, en eftir þennan tíma eru líkurnar á að fá starf ekki miklar," segir Selma. "Því miður fá aldrei allir vinnu en við gerum auðvitað okkar besta til að útvega sem flestum starf," segir Selma.
Atvinna Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira