Reglubundið viðhald mikilvægt 11. apríl 2005 00:01 Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira