Ný reynsla á hverjum degi 11. apríl 2005 00:01 "Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverjum degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki," segir Georg Lárusson stuðningsfulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstofunni með umsjónarkennara og aðstoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. "Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með athyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt," segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. "Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öllum sérgreinum," segir Georg sem kynnist börnunum oft afar vel. hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. "Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár," segir Georg sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. "Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir," segir Georg. "Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laununum," segir Georg. Atvinna Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverjum degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki," segir Georg Lárusson stuðningsfulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstofunni með umsjónarkennara og aðstoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. "Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með athyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt," segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. "Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öllum sérgreinum," segir Georg sem kynnist börnunum oft afar vel. hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. "Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár," segir Georg sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. "Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir," segir Georg. "Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laununum," segir Georg.
Atvinna Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira