Útrás eða flótti 13. október 2005 19:01 Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira