Vítin voru aumingjaskapur 6. apríl 2005 00:01 HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira
HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira