Vítin voru aumingjaskapur 6. apríl 2005 00:01 HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin. Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Sjá meira
HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin.
Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Sjá meira