Síminn: Annarlegir hagsmunir? 5. apríl 2005 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira