Skerða framlög ganganna 5. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýkynntri samgönguáætlun fara 85 milljarðar króna til samgöngumála næstu fjögur árin en af því fara 60 milljarðar í vegakerfið. Verkefni í grunneti, en svo kallast allir stofn-, tengi- og landsvegir í vegakerfinu, skiptast þannig að tæpar tíu milljarðar króna fara til verkefna á landsbyggðinni en 6,3 milljarðar til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðist verður í mun færri verkefni í ár og því næsta en áætlað var í fyrri samgönguáætlunum en það fé mun skila sér aftur árin 2007 og 2008. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ýmis smærri verkefni frestist vegna þessa um þennan sama tíma en fyrst og fremst skerðist framlög til Héðinsfjarðarganga. Í áætluninni er til þess tekið að fjárveitingar til jarðganga skuli miðast við að lokið verði við Fáskrúðsfjarðargöng og Héðinsfjarðargöng verði boðin út síðla á þessu ári. Ekki er tilgreint nánar hvenær framkvæmdir við þau muni hefjast. Breikkun og endurnýjun brúa er stór þáttur í vegagerð næstu fjögur árin. Bent er á í áætluninni að endurbyggingu þeirra miði hægt og viðhaldskostnaður vegna þeirra sé að jafnaði meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Eðlileg viðhaldsþörf er talin um eitt prósent af heildarverðmæti allra brúa á ári en það eru um 300 milljónir króna árlega. Viðhaldsþörfin hefur þó aukist talsvert þar sem flestar brýr á landinu eru komnar til ára sinna enda margar byggðar um miðbik síðustu aldar. Auka á áherslu á umferðaröryggi með nýju áætluninni og hafa stjórnvöld sett sér skýr markmið fram til ársins 2016. Skal á því tímabili fækka dauðaslysum í umferðinni til jafns við það sem best gerist í heiminum. Reynt skuli einnig að fækka dauðaslysum og alvarlegum slysum að jafnaði um fimm prósent á ári fram til þess árs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Samkvæmt nýkynntri samgönguáætlun fara 85 milljarðar króna til samgöngumála næstu fjögur árin en af því fara 60 milljarðar í vegakerfið. Verkefni í grunneti, en svo kallast allir stofn-, tengi- og landsvegir í vegakerfinu, skiptast þannig að tæpar tíu milljarðar króna fara til verkefna á landsbyggðinni en 6,3 milljarðar til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðist verður í mun færri verkefni í ár og því næsta en áætlað var í fyrri samgönguáætlunum en það fé mun skila sér aftur árin 2007 og 2008. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ýmis smærri verkefni frestist vegna þessa um þennan sama tíma en fyrst og fremst skerðist framlög til Héðinsfjarðarganga. Í áætluninni er til þess tekið að fjárveitingar til jarðganga skuli miðast við að lokið verði við Fáskrúðsfjarðargöng og Héðinsfjarðargöng verði boðin út síðla á þessu ári. Ekki er tilgreint nánar hvenær framkvæmdir við þau muni hefjast. Breikkun og endurnýjun brúa er stór þáttur í vegagerð næstu fjögur árin. Bent er á í áætluninni að endurbyggingu þeirra miði hægt og viðhaldskostnaður vegna þeirra sé að jafnaði meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Eðlileg viðhaldsþörf er talin um eitt prósent af heildarverðmæti allra brúa á ári en það eru um 300 milljónir króna árlega. Viðhaldsþörfin hefur þó aukist talsvert þar sem flestar brýr á landinu eru komnar til ára sinna enda margar byggðar um miðbik síðustu aldar. Auka á áherslu á umferðaröryggi með nýju áætluninni og hafa stjórnvöld sett sér skýr markmið fram til ársins 2016. Skal á því tímabili fækka dauðaslysum í umferðinni til jafns við það sem best gerist í heiminum. Reynt skuli einnig að fækka dauðaslysum og alvarlegum slysum að jafnaði um fimm prósent á ári fram til þess árs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira