Húsfrú og kennslukona 1. apríl 2005 00:01 "Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum. Atvinna Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum.
Atvinna Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira