Bíll fyrir fagurkera 1. apríl 2005 00:01 Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira