Hluthafar njóta ekki hagnaðar 31. mars 2005 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira