Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31 31. mars 2005 00:01 Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira