Upptaka evru til skoðunar 30. mars 2005 00:01 Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira