Upptaka evru til skoðunar 30. mars 2005 00:01 Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira