Einar og Birkir sáu um Pólverja 25. mars 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira