Einar og Birkir sáu um Pólverja 25. mars 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur. Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira