Af hverju þessi áhugi á Fischer? 25. mars 2005 00:01 Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira