Mary Poppins taska og sjöl 23. mars 2005 00:01 "Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum." Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum."
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira