Mary Poppins taska og sjöl 23. mars 2005 00:01 "Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum." Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum."
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira