Stoppar upp fiska og fugla 21. mars 2005 00:01 Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi." Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi."
Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira