Greiði börnum Sri 22 milljónir 18. mars 2005 00:01 Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, fékk í dag sextán ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var að auki dæmdur til að greiða þremur börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í skaðabætur. Hákon sagði í samtali við fréttamann að hann teldi dóminn frekar þungan. Hákon Eydal varð barnsmóður sinni, Sri Rahmawati, að bana í byrjun júlí í fyrra. Fjölskylda hennar hafði af henni áhyggjur þegar ekkert hafði af henni frést í nokkra daga og grunaði lögreglu Hákon fljótlega um að hafa orðið henni að miska. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpum mánuði eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald að hann játaði á sig morðið. Hákon hafði falið líkið af Sri í gjótu í Hafnarfirði en afvegaleiddi lögreglu lengi vel um staðsetningu þess. Í dag fékk hann svo dóm, sextán ára fangelsi að frádreginni gæsluvarðhaldsvist. Hákon sagði aðspurður að dómurinn hefði verið nokkur þungur. Brynjar Níelsson, verjandi Hákons, lýsti því strax yfir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann bendir á að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið tekið tillit til raka sem lúta því við hvaða aðstæður verknaðurinn var framinn, forsögu málsins, en í hegningarlögum séu ákvæði sem heimili að tillit sé tekið til þess. Hákon Eydal gerði engar athugasemdir við skaðabótakröfu saksóknara við aðalmeðferð málsins. Verjandi hans telur þó ólíklegt að hann muni nokkurn tíma hafa efni á að greiða þær. Hann segir að það sé ekki svo miklar tekjur að fá í fangelsi að Hákon geti ráðið við það. Það sé útilokað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, fékk í dag sextán ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var að auki dæmdur til að greiða þremur börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í skaðabætur. Hákon sagði í samtali við fréttamann að hann teldi dóminn frekar þungan. Hákon Eydal varð barnsmóður sinni, Sri Rahmawati, að bana í byrjun júlí í fyrra. Fjölskylda hennar hafði af henni áhyggjur þegar ekkert hafði af henni frést í nokkra daga og grunaði lögreglu Hákon fljótlega um að hafa orðið henni að miska. Það var hins vegar ekki fyrr en tæpum mánuði eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald að hann játaði á sig morðið. Hákon hafði falið líkið af Sri í gjótu í Hafnarfirði en afvegaleiddi lögreglu lengi vel um staðsetningu þess. Í dag fékk hann svo dóm, sextán ára fangelsi að frádreginni gæsluvarðhaldsvist. Hákon sagði aðspurður að dómurinn hefði verið nokkur þungur. Brynjar Níelsson, verjandi Hákons, lýsti því strax yfir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann bendir á að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið tekið tillit til raka sem lúta því við hvaða aðstæður verknaðurinn var framinn, forsögu málsins, en í hegningarlögum séu ákvæði sem heimili að tillit sé tekið til þess. Hákon Eydal gerði engar athugasemdir við skaðabótakröfu saksóknara við aðalmeðferð málsins. Verjandi hans telur þó ólíklegt að hann muni nokkurn tíma hafa efni á að greiða þær. Hann segir að það sé ekki svo miklar tekjur að fá í fangelsi að Hákon geti ráðið við það. Það sé útilokað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira