Brösug stjórnarmyndun í Írak 16. mars 2005 00:01 Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira