Um sekúlarisma 16. mars 2005 00:01 Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun