Hafi veist að heiðri fréttamanna 15. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira