Hafi veist að heiðri fréttamanna 15. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira