Við borgum ekki! 15. mars 2005 00:01 Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar