Hafís nær landi á Ströndum 14. mars 2005 00:01 Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG Fréttir Innlent Veður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira