Hafís nær landi á Ströndum 14. mars 2005 00:01 Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira