Mikill hraði og spenna 14. mars 2005 00:01 "Starf mitt hjá Íslandsbanka snýr að verðbréfaþjónustu og eigin viðskiptum bankans með verðbréf, en þetta eru sviðin sem við köllum markaðsviðskipti, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og eigin viðskipti og þar á sér stað allt milli himins og jarðar," segir Helga Hlín og bætir við að heilmikið regluverk gildir um þessi viðskipti sem þarf að passa upp á að farið sé eftir. "Ég er líka regluvörður en hann hefur eftirlit með viðskiptum starfsmanna með verðbréf, eigin viðskiptum bankans með verðbréf og svokölluðum kínamúr innan bankans. En það gengur út að á gæta trúnaðar á milli einstaka sviða innan bankans og sjá til þess að trúnaðarupplýsingar fari ekki á milli deilda sem gætu valdið hagsmunaárekstrum," segir Helga Hlín. "Það er rosalega mikill hraði og spenna í þessu starfi og endalausar nýjungar sem eru mjög krefjandi. Ég á í miklum samskiptum við fólk, við viðskiptalífið og umhverfi þess í sinni víðustu mynd," segir Helga Hlín sem augljóslega hefur nóg á sinni könnu. Hún segist þó ekki vinna myrkrana á milli heldur skipuleggja sig vel og auk þess hafi hún góða samstarfsmenn. "Það koma auðvitað miklir álagspunktar,en þeir eru það hóflegir að maður sækir maður sér bara vítamínsprautu í rassinn til að fást við það. Það er líka nauðsynlegt að vera undir smá álagi stöku sinnum," segir Helga Hlín og brosir. Hún segir einnig að átak hafi verið í bankanum til þess að draga úr vinnuálagi og hafi það sannarlega skilað sér. "Grundvallarbreyting er á ásýnd vinnutíma hjá fólki sem skilar sér í ánægðari og skilvirkari starfsmönnum," segir Helga Hlín. Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Starf mitt hjá Íslandsbanka snýr að verðbréfaþjónustu og eigin viðskiptum bankans með verðbréf, en þetta eru sviðin sem við köllum markaðsviðskipti, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og eigin viðskipti og þar á sér stað allt milli himins og jarðar," segir Helga Hlín og bætir við að heilmikið regluverk gildir um þessi viðskipti sem þarf að passa upp á að farið sé eftir. "Ég er líka regluvörður en hann hefur eftirlit með viðskiptum starfsmanna með verðbréf, eigin viðskiptum bankans með verðbréf og svokölluðum kínamúr innan bankans. En það gengur út að á gæta trúnaðar á milli einstaka sviða innan bankans og sjá til þess að trúnaðarupplýsingar fari ekki á milli deilda sem gætu valdið hagsmunaárekstrum," segir Helga Hlín. "Það er rosalega mikill hraði og spenna í þessu starfi og endalausar nýjungar sem eru mjög krefjandi. Ég á í miklum samskiptum við fólk, við viðskiptalífið og umhverfi þess í sinni víðustu mynd," segir Helga Hlín sem augljóslega hefur nóg á sinni könnu. Hún segist þó ekki vinna myrkrana á milli heldur skipuleggja sig vel og auk þess hafi hún góða samstarfsmenn. "Það koma auðvitað miklir álagspunktar,en þeir eru það hóflegir að maður sækir maður sér bara vítamínsprautu í rassinn til að fást við það. Það er líka nauðsynlegt að vera undir smá álagi stöku sinnum," segir Helga Hlín og brosir. Hún segir einnig að átak hafi verið í bankanum til þess að draga úr vinnuálagi og hafi það sannarlega skilað sér. "Grundvallarbreyting er á ásýnd vinnutíma hjá fólki sem skilar sér í ánægðari og skilvirkari starfsmönnum," segir Helga Hlín.
Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira