Erfitt að lýsa tilfinningunni 12. mars 2005 00:01 Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan. Idol Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan.
Idol Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira