Rökleysa útvarpsstjóra Kjartan Eggertsson skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun