Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu 10. mars 2005 00:01 Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira