Flugeldasýning á Brúnni 8. mars 2005 00:01 Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira