Leituðu sannana fyrir skattsvikum 5. mars 2005 00:01 Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira