Logi og félagar lágu heima

Logi Geirsson og félagar í þýska stórliðinu Lemgo eru að öllum líkindum á leið út úr meistaradeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Celje Laskov frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. Lokatölur urðu 29-33 eftir að Celje höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Logi var meðal bestu manna Lemgo í leiknum og skoraði 6 mörk.