
Sport
ÍR-ingar yfir í hálfleik

ÍR-ingar hafa betur í hálfleik gegn KA í viðureign liðanna í DHL-deilda karla í handbolta. Jafnræði var með liðunum megnið af hálfleiknum en góður varnarleikur og enn betri markvarsla Ólafs Gíslason varð þess valdandi að ÍR fer með fjögurra marka forystu í hálfleikinn, 19-15. Segja má um að "sex stiga" leik sé að ræða þar sem liðin eru jöfn að stigum í deildinni, bæði með 10 stig eftir 10 leiki en KA-menn sæti ofar á markamun.