Segir Sri hafa hótað sér 4. mars 2005 00:01 Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira