
Sport
Tveir fulltrúar Íslendinga

8 liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta hefjast á morgun og eigum við Íslendingar tvo fulltrúa í keppninni. Ólafur Stefánsson verður í eldlínunni hjá Ciudad Real gegn Fotex Veszprem frá Ungverjalandi og þá eiga Logi Geirsson og félagar í Lemgo mjög erfitt verkefni þegar þeir fá núverandi Evrópumeistara, Celje Lasko frá Slóveníu, í heimsókn til Þýskalands. Þess má geta að síðarnefndi leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst hann klukkan 14.