Skyrtan sem passar við allt 3. mars 2005 00:01 Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir." Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir."
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira