Skyrtan sem passar við allt 3. mars 2005 00:01 Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir." Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir."
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira